Er hætta á gróðureldum á Íslandi? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 17. maí 2022 08:00 Íslendingar þekkja vel árstíðabundnar áskoranir þegar kemur að veðri. Flestir reyna að haga seglum eftir vindi, fylgjast vel með veðurspám og sýna forvarnir í verki með því að gera ákveðnar ráðstafanir eftir því sem við á. En stundum skjóta upp kollinum nýjar áskoranir sem við þekkjum kannski ekki eins vel en þurfum að hafa í huga. Gróðureldar eru slík áskorun. Aukin hætta á gróðureldum Síðustu ár hafa skógar- og gróðureldar ógnað lífi og heilsu fólks víða um heim og er skemmst að minnast hrikalegra gróðurelda í Ástralíu árið 2021 og gróðurelda í Bandaríkjunum síðustu mánuði. Þarlend yfirvöld tala nú um að eldarnir séu orðnir viðvarandi vandamál í Vesturríkjum Bandaríkjanna fremur en árstíðarbundin ógn. Vissulega eru aðstæður ólíkar því sem gerist hjá okkur norður í Atlantshafi en hættan á gróðureldum hefur þó aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðurs og breytinga á veðurfari. Erfitt getur verið að ráða við þá ef eldur berst í þurran gróður. Veðurfar hefur mikil áhrif og mesta hættan á gróðurbruna er yfirleitt í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Stór áhættuþáttur í náttúrunni Samkvæmt tölfræði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) má ætla að gróðureldar séu orðnir stór áhættuþáttur í náttúru Íslands. Í tilkynningu frá HMS segir að þeir geti valdið miklu eigna- og manntjóni og geti skaðað mikilvæga innviði en fjöldi gróðurelda hefur næstum því þrefaldast á seinustu árum. Fjöldi gróðurelda fór stighækkandi árið 2021 og var í hæstu hæðum í kringum síðustu áramót. Fjöldi útkalla vegna gróðurelda hefur aldrei verið meiri á einu ári en í fyrra. Þá voru samtals skráð 186 útköll slökkviliða og vitað er af fleiri eldum sem einstaklingar slökktu sjálfir. Fyrirbyggjandi aðgerðir Starfshópur um varnir gegn gróðureldum starfar á vegum HMS og hefur það hlutverk að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn gróðureldum. Í fyrrnefndri tilkynningu frá HMS kemur fram að starfshópurinn telur mikilvægt að stjórnvöld beiti sér fyrir því að tryggja slökkviliðum og Landhelgisgæslunni aðgengi að slökkviskjólum sem lykilbúnaði til að takast á við gróðurelda hvar sem er á landinu. Slökkviskjóla er sérhönnuð fata eða poki sem rúmar um 2000 lítra af vatni og er hengd neðan í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem getur þá gusað vatninu yfir logandi svæði og mannvirki. Sem stendur er einungis til ein slökkviskjóla sem keypt var í fyrra frá Kanada þegar eldri skjólan eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk síðastliðið vor. Ljóst er að lítið má út af bera þegar svo naumt er skammtað. Forvarnir og fyrstu viðbrögð Á vefnum grodureldar.is og á vefsíðu verkefnisins Eldklár er að finna fróðleik og helstu atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga varðandi eld í gróðri. Hér á eftir fer samantekt á þeim helstu. Eldklöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk, ekki síst í sumarbústaðahverfum þar sem þéttur gróður umlykur oft bústaði. Þar er oft einungis um eina leið að ræða til og frá bústaðnum og því nauðsynlegt að hafa eldvarnir í lagi. Hver sekúnda getur skipt máli. Gera þarf ráð fyrir öryggissvæði allt að 1,5 metra umhverfis hús þar sem gróðri er haldið í lágmarki. Ef hús stendur í brekku þarf öryggissvæðið að ná lengra niður í brekkuna. Umgengni umhverfis hús og í skógi skiptir líka miklu máli. Forðast skal að safna rusli og eldfimum efnum í kringum hús og undir verandir sumarhúsa. Í þurrkatíð er gott að vökva gróður í nærumhverfi, ef hægt er. Einnig er hægt að hólfa niður ræktarland með því að leggja malarstíga eða skipta landinu upp með öðrum hætti með gróðurlausum beltum. Huga þarf að flóttaleiðum og ákveða hvar skal safnast saman ef neyðarástand skapast. Mikilvægt er að tryggja aðkomu að húsinu ef slökkvilið og aðrir björgunaraðilar þurfa að koma til hjálpar. Eldvarnir innandyra eru ekki síður mikilvægar en utandyra og hafa þarf til staðar útbúnað til eldvarna. Tryggja þarf aðgang að vatni. Gott er að hafa garðslöngu sem nær um tvo hringi í kringum húsið með hraðtengi við krana. Gaskúta og eldsneytisgeyma skal geyma á öruggum stað og nauðsynlegt er að yfirfara öll grill reglulega. Ef gasgrill hafa staðið ónotuð þarf að yfirfara þau og skipta jafnvel um slöngu. Gott er að hafa til taks hlífðargleraugu, hanska, grímu og vinnugalla úr náttúrulegu efni, ekki eldfimu gerviefni. Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, segja frá því hvar eldurinn er og lýsa vel staðsetningu og staðháttum. Mikilvægt er að láta fólk í nágrenninu vita strax af eldinum svo það geti forðað sér og gert ráðstafanir. Ef aðstæður leyfa er mikilvægt að reyna að slökkva eldinn sem fyrst en þó skal ekki taka áhættu og hafa ávallt eigið öryggi í forgangi. Þá þarf að nálgast eldinn undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki sýn og skapi hættu. Ef ómögulegt er að ráða við eldinn, til dæmis vegna hvassviðris, þarf að gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi með því að bleyta til dæmis í gróðri eða ryðja honum burt. Af litlum neista verður oft mikið bál Fara þarf varlega í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Þegar gróður er þurr þarf aðeins lítinn neista til að kveikja eld og hann getur breiðst hratt út. Langt getur verið í næstu neyðaraðstoð og því berum við mikla ábyrgð sem einstaklingar. Við þurfum að tryggja öryggi okkar og annarra. Sýna þarf aðgát með heitar vélar og eld úti við. Dæmi eru um gróðurbruna sem kviknað hafa út frá sígarettum, einnota útigrillum, bílvélum og fleiru. Ef kveikja skal eld, til dæmis í einnota grilli, er best að gera það á þar til gerðum svæðum og þá einungis á opnu svæði. Ekki leggja einnota grill beint á gras, gróður eða önnur eldfim efni. Undirlagið þarf að vera möl eða steinar. Gæta þarf þess að eldfim efni séu þar hvergi nærri. Neistar geta fokið frá eldstæði og kveikt í gróðri, jafnvel langt í burtu. Tryggja þarf að eldurinn sé slokknaður og ekki logi í neinum glæðum þegar hann er yfirgefinn. Best er að hella vatni yfir hann til að kæfa hann og velta þá öllum kolum og eldsmat við, bleyta vel og athuga hvort það finnist nokkuð hiti með því að bera höndina yfir. Halda skal eldinum eins litlum og mögulegt er og taka tillit til aðstæðna. Ef um brennur og stærri eld er að ræða þarf að sækja um leyfi slökkviliðsins á staðnum. Breyttar aðstæður Allar líkur eru á að breytt veðurfar geti leitt til aukinna þurrka og þar með aukið líkur á gróðureldum. Þróunin er nú þegar sú að útköll vegna gróðurelda hafa aukist verulega. Því er nauðsynlegt að vera forsjál og huga vel að nærumhverfi sínu með forvarnir í huga. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Gróðureldar á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar þekkja vel árstíðabundnar áskoranir þegar kemur að veðri. Flestir reyna að haga seglum eftir vindi, fylgjast vel með veðurspám og sýna forvarnir í verki með því að gera ákveðnar ráðstafanir eftir því sem við á. En stundum skjóta upp kollinum nýjar áskoranir sem við þekkjum kannski ekki eins vel en þurfum að hafa í huga. Gróðureldar eru slík áskorun. Aukin hætta á gróðureldum Síðustu ár hafa skógar- og gróðureldar ógnað lífi og heilsu fólks víða um heim og er skemmst að minnast hrikalegra gróðurelda í Ástralíu árið 2021 og gróðurelda í Bandaríkjunum síðustu mánuði. Þarlend yfirvöld tala nú um að eldarnir séu orðnir viðvarandi vandamál í Vesturríkjum Bandaríkjanna fremur en árstíðarbundin ógn. Vissulega eru aðstæður ólíkar því sem gerist hjá okkur norður í Atlantshafi en hættan á gróðureldum hefur þó aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðurs og breytinga á veðurfari. Erfitt getur verið að ráða við þá ef eldur berst í þurran gróður. Veðurfar hefur mikil áhrif og mesta hættan á gróðurbruna er yfirleitt í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Stór áhættuþáttur í náttúrunni Samkvæmt tölfræði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) má ætla að gróðureldar séu orðnir stór áhættuþáttur í náttúru Íslands. Í tilkynningu frá HMS segir að þeir geti valdið miklu eigna- og manntjóni og geti skaðað mikilvæga innviði en fjöldi gróðurelda hefur næstum því þrefaldast á seinustu árum. Fjöldi gróðurelda fór stighækkandi árið 2021 og var í hæstu hæðum í kringum síðustu áramót. Fjöldi útkalla vegna gróðurelda hefur aldrei verið meiri á einu ári en í fyrra. Þá voru samtals skráð 186 útköll slökkviliða og vitað er af fleiri eldum sem einstaklingar slökktu sjálfir. Fyrirbyggjandi aðgerðir Starfshópur um varnir gegn gróðureldum starfar á vegum HMS og hefur það hlutverk að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn gróðureldum. Í fyrrnefndri tilkynningu frá HMS kemur fram að starfshópurinn telur mikilvægt að stjórnvöld beiti sér fyrir því að tryggja slökkviliðum og Landhelgisgæslunni aðgengi að slökkviskjólum sem lykilbúnaði til að takast á við gróðurelda hvar sem er á landinu. Slökkviskjóla er sérhönnuð fata eða poki sem rúmar um 2000 lítra af vatni og er hengd neðan í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem getur þá gusað vatninu yfir logandi svæði og mannvirki. Sem stendur er einungis til ein slökkviskjóla sem keypt var í fyrra frá Kanada þegar eldri skjólan eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk síðastliðið vor. Ljóst er að lítið má út af bera þegar svo naumt er skammtað. Forvarnir og fyrstu viðbrögð Á vefnum grodureldar.is og á vefsíðu verkefnisins Eldklár er að finna fróðleik og helstu atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga varðandi eld í gróðri. Hér á eftir fer samantekt á þeim helstu. Eldklöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk, ekki síst í sumarbústaðahverfum þar sem þéttur gróður umlykur oft bústaði. Þar er oft einungis um eina leið að ræða til og frá bústaðnum og því nauðsynlegt að hafa eldvarnir í lagi. Hver sekúnda getur skipt máli. Gera þarf ráð fyrir öryggissvæði allt að 1,5 metra umhverfis hús þar sem gróðri er haldið í lágmarki. Ef hús stendur í brekku þarf öryggissvæðið að ná lengra niður í brekkuna. Umgengni umhverfis hús og í skógi skiptir líka miklu máli. Forðast skal að safna rusli og eldfimum efnum í kringum hús og undir verandir sumarhúsa. Í þurrkatíð er gott að vökva gróður í nærumhverfi, ef hægt er. Einnig er hægt að hólfa niður ræktarland með því að leggja malarstíga eða skipta landinu upp með öðrum hætti með gróðurlausum beltum. Huga þarf að flóttaleiðum og ákveða hvar skal safnast saman ef neyðarástand skapast. Mikilvægt er að tryggja aðkomu að húsinu ef slökkvilið og aðrir björgunaraðilar þurfa að koma til hjálpar. Eldvarnir innandyra eru ekki síður mikilvægar en utandyra og hafa þarf til staðar útbúnað til eldvarna. Tryggja þarf aðgang að vatni. Gott er að hafa garðslöngu sem nær um tvo hringi í kringum húsið með hraðtengi við krana. Gaskúta og eldsneytisgeyma skal geyma á öruggum stað og nauðsynlegt er að yfirfara öll grill reglulega. Ef gasgrill hafa staðið ónotuð þarf að yfirfara þau og skipta jafnvel um slöngu. Gott er að hafa til taks hlífðargleraugu, hanska, grímu og vinnugalla úr náttúrulegu efni, ekki eldfimu gerviefni. Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, segja frá því hvar eldurinn er og lýsa vel staðsetningu og staðháttum. Mikilvægt er að láta fólk í nágrenninu vita strax af eldinum svo það geti forðað sér og gert ráðstafanir. Ef aðstæður leyfa er mikilvægt að reyna að slökkva eldinn sem fyrst en þó skal ekki taka áhættu og hafa ávallt eigið öryggi í forgangi. Þá þarf að nálgast eldinn undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki sýn og skapi hættu. Ef ómögulegt er að ráða við eldinn, til dæmis vegna hvassviðris, þarf að gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi með því að bleyta til dæmis í gróðri eða ryðja honum burt. Af litlum neista verður oft mikið bál Fara þarf varlega í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Þegar gróður er þurr þarf aðeins lítinn neista til að kveikja eld og hann getur breiðst hratt út. Langt getur verið í næstu neyðaraðstoð og því berum við mikla ábyrgð sem einstaklingar. Við þurfum að tryggja öryggi okkar og annarra. Sýna þarf aðgát með heitar vélar og eld úti við. Dæmi eru um gróðurbruna sem kviknað hafa út frá sígarettum, einnota útigrillum, bílvélum og fleiru. Ef kveikja skal eld, til dæmis í einnota grilli, er best að gera það á þar til gerðum svæðum og þá einungis á opnu svæði. Ekki leggja einnota grill beint á gras, gróður eða önnur eldfim efni. Undirlagið þarf að vera möl eða steinar. Gæta þarf þess að eldfim efni séu þar hvergi nærri. Neistar geta fokið frá eldstæði og kveikt í gróðri, jafnvel langt í burtu. Tryggja þarf að eldurinn sé slokknaður og ekki logi í neinum glæðum þegar hann er yfirgefinn. Best er að hella vatni yfir hann til að kæfa hann og velta þá öllum kolum og eldsmat við, bleyta vel og athuga hvort það finnist nokkuð hiti með því að bera höndina yfir. Halda skal eldinum eins litlum og mögulegt er og taka tillit til aðstæðna. Ef um brennur og stærri eld er að ræða þarf að sækja um leyfi slökkviliðsins á staðnum. Breyttar aðstæður Allar líkur eru á að breytt veðurfar geti leitt til aukinna þurrka og þar með aukið líkur á gróðureldum. Þróunin er nú þegar sú að útköll vegna gróðurelda hafa aukist verulega. Því er nauðsynlegt að vera forsjál og huga vel að nærumhverfi sínu með forvarnir í huga. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun