Kveðja og hvatning frá leigjendum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 16. maí 2022 08:00 Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. Leigjendasamtökin tóku sér mjög ákveðna stöðu í samtalinu sem fór fram í liðinni kosningabaráttu, þar sem velferð leigjenda var í algerum forgangi. Við lögðum upp með þá spurningu til framboða hér í Reykjavík um “hvernig við tryggðum velferð leigjenda?”. Núverandi hnignun í velferð leigjenda er umlukin miklu óöryggi, húsnæðisskorti og sjálfdæmi leigusala í verðmyndun og við þeim þáttum verður að bregðast við hið snarasta. Samtökin hafa talað lengi fyrir íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði, fyrir auknum réttindum og vernd fyrir leigendur ásamt því að tala fyrir stórátaki í uppbyggingu á alvöru óhagnaðardrifnu leigu- og kaupleiguhúsnæði á landinu öllu. Það er deginum ljósara, að bæði ef tekið er mið af reynslu leigjenda og ef rýnt er í hagtölur á húsnæðismarkaði að það þarf þjóðarátak í húsnæðismálum. Eftir að samtökin fóru að taka virkan þátt í opinberri umræðu um stefnumál flokkana í Reykjavík fyrir um það bil 4 vikum þá hefur margt breyst. Sjónarmið leigjenda, félagsleg staða þeirra, íþyngjandi skilyrði og búsetufyrirkomulag hefur komið upp á yfirborðið. Leigjendasamtökin hafa veitt leigjendum tækifæri og vettvang til að ávarpa stöðu sína og efla stéttarvitund og á sama tíma hafa samtökin eflst mikið og mikil fjölgun hefur orðið í skráningu. Á næstu vikum og mánuðum ætla samtökin svo að efla starfið og fjölga meðlimum enn frekar. Í gegnum þessa kosningabaráttu höfum við reynt að ávarpa frambjóðendur, leigjendur og í raun alla íbúa og haldið frammi sjónarmiðum þeirra sem búa við óöryggi og mjög íþyngjandi húsnæðiskostnað á leigumarkaði. Það er skaðlegt samfélaginu okkar að búa svo um hnútana að stór hluti fjölskyldna búi við fátækt og örvæntningu án nokkurs annars tilgangs en að skapa auð fyrir eignafólk og fjárfesta. Að allt atgervi, mannkostir og sköpunkraftur þeirra sé umlukið örvæntingu og afkomuótta. Það skaðar ekki bara leigejndur heldur samfélagið allt. Sjónarmið Leigjendasamtakana áttu mikinn hljómgrunn hjá flestum stjórnmálaflokkum og öllum fjölmiðlum. Það má færa góð rök fyrir því að leigjendasamtökin hafi komið húsnæðismálum og málefnum leigumarkaðarins rækilega á dagskrá í þessari kosningabaráttu og að það hafi jafnvel haft áhrif á fylgi flokka og áherslur þeirra síðustu vikur. Umræða síðustu vikuna snérist að mörgu leyti um húsnæðismál, sem var málefni sem meirihlutinn ætlaði sér ekki að gera að sérstöku kosningamáli en komst sem betur fer í brennipunkt umræðunnar vegna ríkjandi neyðar, framsetningar samtakanna og áhuga fjölmiðla. Leigjendur og aðrir þeir sem þrá það eitt að öðlast húsnæðisöryggi og heimilishelgi þurfa nauðsynlega að fá þau skilaboð um að betri og heilbrigðari tímar séu í vændum. Það er ljóst að það eru nokkur stjórnarmynstur í höfuðborginni sem gætu staðið fyrir nauðsynlegri uppbyggingu á húsnæði og tryggt stóran hluta þeirra í alvöru óhagnaðardrfið resktrarform, s.s. í gegnum byggingasamvinnufélög eða á vegum borgarinnar sjálfrar. Í borgarstjórn eru einnig flokkar sem hafa talað fyrir regluvæðingu leigumarkaðarins og bættri velferð þeirra sem líða fyrir núverandi ástand. Það er klár meirihluti fyrir samstarfi flokka sem geta breytt landslagi og framtíð fjölskyldna í Reykjavík, með áherslu á velferð, öryggi og réttindi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst ef litið er til niðurstaðna kosninga í Reykjavík, að það var kosið um úrbætur á húsnæðismarkaði og um velferð leigjenda. Það er því ríkt tilefni til að hvetja þá flokka sem geta sameinast um stórátak í uppbyggingu á óhagnaðadrifnu íbúðarhúsnæði til að íhuga samstarf á þeim grundvelli og leysa úr þeirri ánauð sem nú ríkir. Ég vil persónulega þakka frambjóðendum allra flokka í Reykjavík sem ég hef átt samskipti við undanfarnar vikur fyrir góðar viðtökur og skilning á málefnum leigjenda. Einnig vil ég þakka því fjölmiðlafólki sem hefur veitt sjónarmiðum leigjenda vettvang í opinberri umræði, og sérstakar þakkir fá blaðamenn Stundarinnar fyrir heimsklassa umfjöllum um leigumarkaðinn. Leigjendum og velunnurum þeirra vil ég þakka fyrir ómetanlega hvatningu og stuðning. Nú er runnin upp örlagatími fyrir okkur leigjendur, og leggjum við nú velferð okkar og fjöregg í hendur ykkar kæru borgarfulltrúar. Við treystum ykkur til að setja það í öndvegi og að hafa manngildi í heiðri. Leigjendasamtökin hvetja ykkur til að sameinast um að húsnæði séu mannréttindi, og að fasteignamarkaður verði ekki fjárfestingaöflum og spákaupmennsku endnalega að bráð með frekari áföllum fyrir leigjendur. Með hjartans kveðju,Guðmundur Hrafn Höfundur er í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. Leigjendasamtökin tóku sér mjög ákveðna stöðu í samtalinu sem fór fram í liðinni kosningabaráttu, þar sem velferð leigjenda var í algerum forgangi. Við lögðum upp með þá spurningu til framboða hér í Reykjavík um “hvernig við tryggðum velferð leigjenda?”. Núverandi hnignun í velferð leigjenda er umlukin miklu óöryggi, húsnæðisskorti og sjálfdæmi leigusala í verðmyndun og við þeim þáttum verður að bregðast við hið snarasta. Samtökin hafa talað lengi fyrir íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði, fyrir auknum réttindum og vernd fyrir leigendur ásamt því að tala fyrir stórátaki í uppbyggingu á alvöru óhagnaðardrifnu leigu- og kaupleiguhúsnæði á landinu öllu. Það er deginum ljósara, að bæði ef tekið er mið af reynslu leigjenda og ef rýnt er í hagtölur á húsnæðismarkaði að það þarf þjóðarátak í húsnæðismálum. Eftir að samtökin fóru að taka virkan þátt í opinberri umræðu um stefnumál flokkana í Reykjavík fyrir um það bil 4 vikum þá hefur margt breyst. Sjónarmið leigjenda, félagsleg staða þeirra, íþyngjandi skilyrði og búsetufyrirkomulag hefur komið upp á yfirborðið. Leigjendasamtökin hafa veitt leigjendum tækifæri og vettvang til að ávarpa stöðu sína og efla stéttarvitund og á sama tíma hafa samtökin eflst mikið og mikil fjölgun hefur orðið í skráningu. Á næstu vikum og mánuðum ætla samtökin svo að efla starfið og fjölga meðlimum enn frekar. Í gegnum þessa kosningabaráttu höfum við reynt að ávarpa frambjóðendur, leigjendur og í raun alla íbúa og haldið frammi sjónarmiðum þeirra sem búa við óöryggi og mjög íþyngjandi húsnæðiskostnað á leigumarkaði. Það er skaðlegt samfélaginu okkar að búa svo um hnútana að stór hluti fjölskyldna búi við fátækt og örvæntningu án nokkurs annars tilgangs en að skapa auð fyrir eignafólk og fjárfesta. Að allt atgervi, mannkostir og sköpunkraftur þeirra sé umlukið örvæntingu og afkomuótta. Það skaðar ekki bara leigejndur heldur samfélagið allt. Sjónarmið Leigjendasamtakana áttu mikinn hljómgrunn hjá flestum stjórnmálaflokkum og öllum fjölmiðlum. Það má færa góð rök fyrir því að leigjendasamtökin hafi komið húsnæðismálum og málefnum leigumarkaðarins rækilega á dagskrá í þessari kosningabaráttu og að það hafi jafnvel haft áhrif á fylgi flokka og áherslur þeirra síðustu vikur. Umræða síðustu vikuna snérist að mörgu leyti um húsnæðismál, sem var málefni sem meirihlutinn ætlaði sér ekki að gera að sérstöku kosningamáli en komst sem betur fer í brennipunkt umræðunnar vegna ríkjandi neyðar, framsetningar samtakanna og áhuga fjölmiðla. Leigjendur og aðrir þeir sem þrá það eitt að öðlast húsnæðisöryggi og heimilishelgi þurfa nauðsynlega að fá þau skilaboð um að betri og heilbrigðari tímar séu í vændum. Það er ljóst að það eru nokkur stjórnarmynstur í höfuðborginni sem gætu staðið fyrir nauðsynlegri uppbyggingu á húsnæði og tryggt stóran hluta þeirra í alvöru óhagnaðardrfið resktrarform, s.s. í gegnum byggingasamvinnufélög eða á vegum borgarinnar sjálfrar. Í borgarstjórn eru einnig flokkar sem hafa talað fyrir regluvæðingu leigumarkaðarins og bættri velferð þeirra sem líða fyrir núverandi ástand. Það er klár meirihluti fyrir samstarfi flokka sem geta breytt landslagi og framtíð fjölskyldna í Reykjavík, með áherslu á velferð, öryggi og réttindi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst ef litið er til niðurstaðna kosninga í Reykjavík, að það var kosið um úrbætur á húsnæðismarkaði og um velferð leigjenda. Það er því ríkt tilefni til að hvetja þá flokka sem geta sameinast um stórátak í uppbyggingu á óhagnaðadrifnu íbúðarhúsnæði til að íhuga samstarf á þeim grundvelli og leysa úr þeirri ánauð sem nú ríkir. Ég vil persónulega þakka frambjóðendum allra flokka í Reykjavík sem ég hef átt samskipti við undanfarnar vikur fyrir góðar viðtökur og skilning á málefnum leigjenda. Einnig vil ég þakka því fjölmiðlafólki sem hefur veitt sjónarmiðum leigjenda vettvang í opinberri umræði, og sérstakar þakkir fá blaðamenn Stundarinnar fyrir heimsklassa umfjöllum um leigumarkaðinn. Leigjendum og velunnurum þeirra vil ég þakka fyrir ómetanlega hvatningu og stuðning. Nú er runnin upp örlagatími fyrir okkur leigjendur, og leggjum við nú velferð okkar og fjöregg í hendur ykkar kæru borgarfulltrúar. Við treystum ykkur til að setja það í öndvegi og að hafa manngildi í heiðri. Leigjendasamtökin hvetja ykkur til að sameinast um að húsnæði séu mannréttindi, og að fasteignamarkaður verði ekki fjárfestingaöflum og spákaupmennsku endnalega að bráð með frekari áföllum fyrir leigjendur. Með hjartans kveðju,Guðmundur Hrafn Höfundur er í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar