Kosið um traust Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:31 Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun