Skoðun

Sameining eða ekki?

Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Elín Fríða Sigurðardóttir skrifa

Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði.

Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni.

Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra.

Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun.

Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Stanley

Þorsteinn Másson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.