Skoðun

Á­byrg fram­tíð vill að höfuð­borgin sé á­fram fyrir alla lands­menn

Sigríður Svavarsdóttir skrifar

Landsmenn vilja þjónustu sem er hægt að sækja þegar þess þarf án umferðatafa eða allskonar þrenginga.

Eigum við ekki að meta allt starfsfólk út frá sinni kunnáttu og getu launalega? Verkamaðurinn vinnur yfirleitt erfiðustu vinnuna, tæknimaðurinn sem vinnur við allskonar uppbyggingu á okkar kerfum og nýbyggingum. Háskólafólkið vinnur allskyns störf í kerfinu hvort sem það er í hjúkrun, skrifstofustörf eða önnur störf með sömu lengd á námstíma?

Oft hef ég spurt mig að því því af hverju skrifstofustörfin séu meira metin en umönnun í launaumslaginu? Ræstingarstörf eru lítis metin og oftast boðin út til að ná niður kostnaði. Verktakinn fleytir rjómann en þrællinn á að fara yfir á methraða og hræra í óhreinindum á lágum launum.

Þarf ekki eitthvað að skoða þetta?

Ábyrg framtíð vill borg fyrir alla, hingað á höfuðborgarsvæðið er þjónustan komin sem áður var á landsbyggðinni því er ástæðulaust að bæta á kostnað þeirra með því að þrengja svo að flugvellinum að fólk sé neitt til að kaupa gistinótt í stað þess að fljúa á milli í öryggi á sama degi.

Ágætu kjósendur!

Ábyrg framtíð mun standa á verði með þessa þætti og fl. því það gæti orðið of seint eftir 4 ár að flogið verði til Reykjavíkur eða út á land því völlurinn verður orðin of aðþregndur. Ef sama stjórn verður áfram mun flugið leggist af. Það verður ekki flutt til Keflavíkur nema sem neyðarflug því miður er ekki pláss fyrir það þar og öll kennsla um detta niður og færast erlendis. Vöknum af værum blundi. Stöndum á verði.

Höfundur er í 6. sæti á lista Ábyrgrar framtíðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×