Kæru Hvergerðingar Sandra Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 13:50 Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar