Flokkur fólksins setur Sundabraut í forgang Eyjólfur Ármannsson skrifar 13. maí 2022 11:31 Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð. Sundabraut er eitt af forgangsmálum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst. Borgarstjóri og endalausar tafir Gerð Sundabrautar hefur tafist allt of lengi. Hún hefur verið á teikniborðinu í áratugi og hefur ítrekað verið til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem mikilvæg framkvæmd fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur verið holur hljómur í atfylgi borgarstjórnar við Sundabraut. Ástæða er til að óttast að um sé að ræða sýndarstuðning og að vísvitandi tafir tengist aðför borgarstjórnarmeirihlutans að bílnotendum. Undarleg stefna það í samgöngumálum og nokkuð sem borgarbúar upplifa daglega í umferðinni, sitjandi drjúga dagstund í bílalestum til og frá vinnu. Sundabraut var fyrst sett fram árið 1975 og kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984, en vegna flokkspólitískra deilna í Reykjavík var verkefninu sífellt frestað. Upphafleg lega Sundabrautar var útilokuð með skipulagsbreytingum er land við Gelgjutanga var nýtt undir íbúðauppbyggingu. Það var mjög miður, enda snertir framkvæmdin ekki aðeins hagsmuni borgarbúa, heldur allra landsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur komist alltof lengi upp með að taka ekki ákvörðun hvort Reykjavíkurborg vilji að reist verði Sundabrú eða lögð Sundagöng. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það þrátt fyrir alla umræðuna og skýrslurnar. Lágmark er væri ef borgarstjóri svaraði því fyrir borgarstjórnarkosningarnar hvor hann vilji Sundabrú eða Sundagöng eða hvort hann sé bara að þykjast enn einu sinni. Sundabraut skiptir miklu fyrir íbúa Reykjavíkur Sundabraut myndi auðvelda mjög daglegar samgöngur í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ og gera umferð um Vesturlandsveg úr þessum hverfum mun greiðfærari. Á þessu svæði búa tugir þúsunda og ferðast flestir daglega um Vesturlandsveg. Lagning Sundabrautar er ekki einkamál Reykjavíkurborgar og varðar hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar miklu. Sundabraut myndi stytta svo um munar aksturtíma á milli norðvesturhluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og hefði mikil áhrif á tengingu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Sundabraut myndi til dæmis styrkja verulega stöðu Akraness sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3.000 vinnustundir á dag, sem er gríðarlegur sparnaður. Nýjasta skýrslan, félagshagfræðigreining, sýnir að Sundabraut muni fela í sér 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Vegagerðin áætlar að Sundabraut myndi draga úr akstri um sem nemur 60 milljónum kílómetra árlega. Styttri ferðatími skilar þjóðarbúinu verulegum ábata. Sundabraut eykur einnig öryggi. Ef hamfarir eiga sér stað þurfa íbúar á höfuðborgarsvæðinu að eiga greiða leið út úr borginni. Mikilvægt er að flóttaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu séu nógu margar, og greiðfærar. Sundabraut dregur úr mengun með styttri ferðatíma og minni útblæstri bifreiða og yrði til mikilla bóta í loftslagsmálum. Vegagerðinni metur innri vexti framkvæmdarinnar 10–12%. Til samanburðar er almennt talið að verkefni séu fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Sundabraut er því þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á. Sundabrú mun hagkvæmari en Sundagögn Í maí 2020 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til greiningar á valkostum við þverun Kleppsvíkur. Niðurstöðurnar eru skýrar. Sundabrú er mun hagkvæmari valkostur en Sundagöng. Sundabrú er um 14 milljörðum kr. ódýrari í framkvæmd en Sundagöng. Heildarkostnaður við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi með Sundabrú yfir Kleppsvík yrði um 69 milljarðar kr. en með Sundagöngum um 83 milljarðar kr. Umferð yrði 20% minni um Sundagöng en Sundabrú. Báðir valkostir voru metnir með tilliti til áhrifa á hafnarstarfsemi en hvorugur var talinn líklegur til að raska hafnarstarfsemi verulega. Komið er að ákvörðunartöku um Sundabrú eða Sundagöng. Reykjavíkurborg virðist á móti byggingu Sundabrúar og hefur árum saman að tafið málið. Ákvörðun um Sundabrú eða Sundagöng? Ef Sundabraut á einhvern tímann að komast á framkvæmdastig verður að taka ákvörðun um hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Þrátt fyrir ótrúlegar tafir á gerð Sundabrautar, sem skrifast á borgarstjórn, er þetta ákvörðun sem ríkisvaldið verður að taka á endanum, eitt eða í samráð við borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að feli innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki af skarið um byggingu Sundabrúar og flýti allri skipulagsvinnu við Sundabrú svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ekki er hægt að undirbúa þessa mikilvægu samgönguframkvæmd ef ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Til að svo megi verða er mikilvægt að kjósa Flokk fólksins til borgarstjórnar á laugardag. Kjósum xF á kjördag. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sundabraut Samgöngur Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð. Sundabraut er eitt af forgangsmálum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst. Borgarstjóri og endalausar tafir Gerð Sundabrautar hefur tafist allt of lengi. Hún hefur verið á teikniborðinu í áratugi og hefur ítrekað verið til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem mikilvæg framkvæmd fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur verið holur hljómur í atfylgi borgarstjórnar við Sundabraut. Ástæða er til að óttast að um sé að ræða sýndarstuðning og að vísvitandi tafir tengist aðför borgarstjórnarmeirihlutans að bílnotendum. Undarleg stefna það í samgöngumálum og nokkuð sem borgarbúar upplifa daglega í umferðinni, sitjandi drjúga dagstund í bílalestum til og frá vinnu. Sundabraut var fyrst sett fram árið 1975 og kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984, en vegna flokkspólitískra deilna í Reykjavík var verkefninu sífellt frestað. Upphafleg lega Sundabrautar var útilokuð með skipulagsbreytingum er land við Gelgjutanga var nýtt undir íbúðauppbyggingu. Það var mjög miður, enda snertir framkvæmdin ekki aðeins hagsmuni borgarbúa, heldur allra landsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur komist alltof lengi upp með að taka ekki ákvörðun hvort Reykjavíkurborg vilji að reist verði Sundabrú eða lögð Sundagöng. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það þrátt fyrir alla umræðuna og skýrslurnar. Lágmark er væri ef borgarstjóri svaraði því fyrir borgarstjórnarkosningarnar hvor hann vilji Sundabrú eða Sundagöng eða hvort hann sé bara að þykjast enn einu sinni. Sundabraut skiptir miklu fyrir íbúa Reykjavíkur Sundabraut myndi auðvelda mjög daglegar samgöngur í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ og gera umferð um Vesturlandsveg úr þessum hverfum mun greiðfærari. Á þessu svæði búa tugir þúsunda og ferðast flestir daglega um Vesturlandsveg. Lagning Sundabrautar er ekki einkamál Reykjavíkurborgar og varðar hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar miklu. Sundabraut myndi stytta svo um munar aksturtíma á milli norðvesturhluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og hefði mikil áhrif á tengingu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Sundabraut myndi til dæmis styrkja verulega stöðu Akraness sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3.000 vinnustundir á dag, sem er gríðarlegur sparnaður. Nýjasta skýrslan, félagshagfræðigreining, sýnir að Sundabraut muni fela í sér 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Vegagerðin áætlar að Sundabraut myndi draga úr akstri um sem nemur 60 milljónum kílómetra árlega. Styttri ferðatími skilar þjóðarbúinu verulegum ábata. Sundabraut eykur einnig öryggi. Ef hamfarir eiga sér stað þurfa íbúar á höfuðborgarsvæðinu að eiga greiða leið út úr borginni. Mikilvægt er að flóttaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu séu nógu margar, og greiðfærar. Sundabraut dregur úr mengun með styttri ferðatíma og minni útblæstri bifreiða og yrði til mikilla bóta í loftslagsmálum. Vegagerðinni metur innri vexti framkvæmdarinnar 10–12%. Til samanburðar er almennt talið að verkefni séu fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Sundabraut er því þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á. Sundabrú mun hagkvæmari en Sundagögn Í maí 2020 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til greiningar á valkostum við þverun Kleppsvíkur. Niðurstöðurnar eru skýrar. Sundabrú er mun hagkvæmari valkostur en Sundagöng. Sundabrú er um 14 milljörðum kr. ódýrari í framkvæmd en Sundagöng. Heildarkostnaður við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi með Sundabrú yfir Kleppsvík yrði um 69 milljarðar kr. en með Sundagöngum um 83 milljarðar kr. Umferð yrði 20% minni um Sundagöng en Sundabrú. Báðir valkostir voru metnir með tilliti til áhrifa á hafnarstarfsemi en hvorugur var talinn líklegur til að raska hafnarstarfsemi verulega. Komið er að ákvörðunartöku um Sundabrú eða Sundagöng. Reykjavíkurborg virðist á móti byggingu Sundabrúar og hefur árum saman að tafið málið. Ákvörðun um Sundabrú eða Sundagöng? Ef Sundabraut á einhvern tímann að komast á framkvæmdastig verður að taka ákvörðun um hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Þrátt fyrir ótrúlegar tafir á gerð Sundabrautar, sem skrifast á borgarstjórn, er þetta ákvörðun sem ríkisvaldið verður að taka á endanum, eitt eða í samráð við borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að feli innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki af skarið um byggingu Sundabrúar og flýti allri skipulagsvinnu við Sundabrú svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ekki er hægt að undirbúa þessa mikilvægu samgönguframkvæmd ef ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Til að svo megi verða er mikilvægt að kjósa Flokk fólksins til borgarstjórnar á laugardag. Kjósum xF á kjördag. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun