Húsnæðisvandi ungs fólks Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 13. maí 2022 10:41 Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun