Leikskólamál – fjölskylduvænt samfélag Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 12. maí 2022 19:45 Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun