Látum verkin tala í Garðabæ Lárus Guðmundsson skrifar 12. maí 2022 17:01 Kæru Garðbæingar. Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur. Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga. Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár. Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu. Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum. Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa. Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri. Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn. Bæjarstjórnin Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Meirihluti Sjálfstæðismanna. Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum. Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn. Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik. Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum. Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala. Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum. Við stöndum nefnilega við loforðin! Kær kveðja og gleðilegar kosningar Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæru Garðbæingar. Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur. Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga. Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár. Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu. Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum. Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa. Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri. Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn. Bæjarstjórnin Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Meirihluti Sjálfstæðismanna. Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum. Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn. Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik. Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum. Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala. Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum. Við stöndum nefnilega við loforðin! Kær kveðja og gleðilegar kosningar Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar