Skoðun

Látum verkin tala í Garða­bæ

Lárus Guðmundsson skrifar

Kæru Garðbæingar.

Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur.

Við viljum meiri stuðning við skólastjórnendur og kennara, með öflugri sérfræðiþjónustu, sálfræðinga, þroskaþjálfara, og talmeina fræðinga.

Fjölga þarf leikskólakennurum. Einnig þarf tafarlausa leiðréttingu launa leikskólakennara og leiðbeinenda. Styttum nám leikskólakennara úr 5 árum í 3 ár.

Mikill órói ríkir á mörgum leikskólum bæjarins og uppsagnir í farvatninu.Yfirstjórn leikskólana dregur lappirnar, og stefnir í óefni og enn meiri flótta úr faginu.

Gleymdu úthverfin, Urriðahollt og Álftanes, hafa verið afskipt í samgöngu, skóla og félagsmálum.

Unga fólkið kallar eftir úrræðum í húsnæðismálum, sem birtist í því að, á undanförnum árum og áratugum,hefur unga fólkið sótt í úrræði nágrannasveitarfélaga. Við svo búið má ekki standa.

Huga þarf að ungu fólki, sem býr við fötlun. það þarf fleiri úrræði eftir að starfsnámi lýkur. Meiri menntunar möguleika og atvinnutækifæri.

Frístundarheimili, þurfa að mæta þörfum barnafólks. Opnum í júní og bjóðum fjölbreytt námskeið milli kl. 9. og 16. á daginn.

Bæjarstjórnin

Ekki er undan því komist, að fara yfir frammistöðu Bæjarstjórnar á kjörtímabilinu.

Meirihluti Sjálfstæðismanna.

Litlaus frammistaða og fátt um efndir. Samgöngumál í ólestri, Urriðaholt og Álftanes vanrækt. 100 loforð fyrir síðustu kosningar,en aðeins ásættanleg frammistaða gagnvart íþróttafólki og öldruðum. Samt hægt að gera mun betur í þeim málaflokkum.

Minnihluti Garðabæjarlistinn í samstarfi við Viðreisn.

Slitu samstarfi í lokin á kjörtímabilinu. Frammistaðan í minnihluta var máttlaus og einkenndist af því að koma málum ekki áleiðis. Geri ráð fyrir að þau hafi gefist upp á samstarfinu vegna vanmáttar og óeiningar sem minnihluti. Fara nú fram undir merkjum Garðabæjarlista og Viðreisnar. Halda á lofti ýmsum gömlum loforðum,sem eiga að höfða til kjósenda á nýjan leik.

Ég spyr,Hefur eitthvað breyst hjá þessum framboðum? Nánast sömu aðilar í forystuhlutverkum.

Fólkið sem afkastaði litlu á líðandi kjörtímabili. Kemur nú fram í nýjum búningum, en innihaldið Það sama. Ég segi því, Garðabæjarlistinn og Viðreisn hafa einfaldlega ekki látið verkin tala.

Við í Miðflokknum í Garðabæ, förum fram með skýr mál, hlustum á bæjarbúa og framkvæmum.

Við stöndum nefnilega við loforðin!

Kær kveðja og gleðilegar kosningar

Höfundur er oddviti Miðflokksins í Garðabæ.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.