Þess vegna bjóðum við okkur fram Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:45 Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun