Framsókn til framtíðar í atvinnumálum í Fjarðabyggð Arnfríður Eide Hafþórsdóttir skrifar 12. maí 2022 09:15 Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun