Af hverju er erfitt að elska íslenskan útgerðarmann? Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 07:17 Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun