Kjósum rétt Júlíus Þór Jónsson skrifar 11. maí 2022 17:31 Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun