Kjósum rétt Júlíus Þór Jónsson skrifar 11. maí 2022 17:31 Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun