Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 11. maí 2022 15:45 Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásgeir Ólafsson Lie Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun