Fjölbreytt leiguhúsnæði Einar Þorsteinsson skrifar 11. maí 2022 14:47 Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar