Borgarlínan er loftslagsmál Birkir Ingibjartsson og Ragna Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2022 11:45 Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar