Töluverð fjölgun á göngu- og hjólaleiðum í Hafnarfirði Hilmar Ingimundarson skrifar 10. maí 2022 10:45 Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun