Fyrir unga foreldra og börnin þeirra Heimir Örn Árnason skrifar 10. maí 2022 08:45 Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar