Heilsueflandi samfélagið Fjarðabyggð Salóme Rut Harðardóttir skrifar 10. maí 2022 08:16 Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun