Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður Ísak Óli Traustason skrifar 9. maí 2022 23:05 Pétur Rúnar átti góðan leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti flottan leik fyrir sitt lið er Tindastóll pakkaði Val saman í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú jöfn 1-1. Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira