Fjárfestum í börnunum Sigurður Pétur Sigmundsson skrifar 9. maí 2022 17:30 Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun