Fjárfestum í börnunum Sigurður Pétur Sigmundsson skrifar 9. maí 2022 17:30 Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar