Framsókn til framtíðar í menntamálum í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 9. maí 2022 14:16 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun