Menningargatan í Miðbænum Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2022 10:30 Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar