Endurskoða reglur eftir kaup starfsmanna á hlutum í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 11:54 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Aðsend Til stendur að gera breytingar á reglum Íslandsbanka um verðbréfaviðskipti starfsmanna eftir gagnrýni á þátttöku þeirra í lokuðu útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í bankanum. Þetta segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
„Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent