Handbolti

Einar Þor­steinn um æstan þjálfara sinn og „see food, eat food“ matar­æðið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson í setti Seinni bylgjunnar eftir leikinn á Selfossi í gær.
Einar Þorsteinn Ólafsson í setti Seinni bylgjunnar eftir leikinn á Selfossi í gær. S2 Sport

Gærdagurinn var stór fyrir Valsmanninn Einar Þorsteinn Ólafsson en fyrst var tilkynnt um að hann væri á leiðinni í atvinnumennsku í Danmörku í sumar og seinna um kvöldið hjálpaði hann Valsliðinu að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Selfossi.

Einar Þorsteinn var gestur í setti Seinni bylgjunnar eftir leikinn þar sem Stefán Árni Pálsson spurði hann um það hvernig væri að vera kominn í 2-0 í þessu einvígi.

„Það er smá róandi en það er einn leikur eftir. Selfoss getur unnið hverja sem er hér á heimavellinum sínum. Við erum ekkert að slaka á eins og Snorri leyfir okkur ekkert að gera,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson.

„Þjálfarinn ykkar er trítilóður allan tímann. Það er ekki hægt að slaka á í eina sekúndu,“ spruði Stefán Árni Pálsson.

„Hann er held ég æstasti maðurinn á vellinum, kannski með Alexander. Þeir tveir. Það peppar mann upp,“ sagði Einar Þorsteinn. Hvernig er að vera í þessari mögnuð vörn Valsliðsins.

„Þetta er vinna en þetta er varla samt skipulag getur maður sagt. Bara að gefa allt í þetta sem maður hefur og lesa hvorn annan. Það er skipulag en þegar það er að ganga illa þá þurfum við bara að treysta á hvern annan,“ sagði Einar Þorsteinn.

Stefán Árni sýndi upptöku með æstum Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara á hliðarlínunni í leiknum.

„Líka fyrir leik og í hálfleik. Hann gefur aldrei neitt eftir og á æfingum líka. Ef við töpum leik þá segist hann hafa átt að vera meira æstur. Hann tekur alltaf ábyrgð sjálfur í því að hann hafi ekki nógu æstur til að peppa okkur upp,“ sagði Einar.

Það má sjá allt spjallið við Einar eftir leikinn en þar segir hann meðal annars frá matarræðinu sínu sem hann kallar upp á enskuna „see food, eat food diet“.

Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Einar Þorstein eftir að Valur komst í 2-0 á Selfossi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×