Kosið um þrjú vandræðamál í Fjarðabyggð Ingi Steinn Freysteinsson skrifar 5. maí 2022 22:00 Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar