Handbolti

Sú efnilegasta fer til Noregs eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel Sara Elvarsdóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku á næsta tímabili.
Rakel Sara Elvarsdóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku á næsta tímabili. vísir/Hulda Margrét

Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara KA/Þórs, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Volda í Noregi.

Frá þessu er greint á Akureyri.net. Rakel Sara, sem er nítján ára, var í stóru hlutverki hjá KA/Þór þegar liðið vann alla titlana sem í boði voru á síðasta tímabili. Að því loknu var hún valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar.

Volda verður nýliði í norsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þjálfari liðsins er Halldór Stefán Haraldsson.

Rakel Sara, sem er örvhentur hornamaður, hefur verið viðloðandi landsliðið að undanförnu og leikið fimm leiki fyrir það.

Rakel Sara og stöllur hennar í KA/Þór mæta Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar annað kvöld. KA/Þór sló Hauka út, 2-0, í átta liða úrslitunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.