Háskólasamfélagið í Vatnsmýrinni Isabel Alejandra Díaz skrifar 4. maí 2022 09:31 Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hagsmunir stúdenta Reykjavík Isabel Alejandra Díaz Háskólar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun