Geðheilsa á ekki að vera forréttindi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2022 07:01 Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Geðheilbrigði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun