Körfubolti

Jón Axel og félagar töpuðu gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/BÁRA

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins máttu þola óvænt 11 stiga tap gegn Frankfurt, botnliði þýsku deildarinnar í kvöld, 70-81.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en gestirnir frá Frankfurt tóku völdin í öðrum leikhluta. Þar skoruðu gestirnir 23 stig gegn aðeins 14 stigum heimamanna og staðan var 31-44, Frankfurt í vil, þegar flautað var til hálfleiks.

Sóknarleikur Crailsheim Merlins gekk áfram illa í þriðja leikhluta og gestirnir juku forskot sitt. Þrátt fyrir góðan lokaleikhluta heimamanna dugði það ekki til og botnliðið fagnaði að lokum 11 stiga sigri, 70-81.

Jón Axel kom lítið við sögu í liði heimamanna. Hann spilaði rétt tæpar þrjár mínútur og tók tvö fráköst. Crailsheim Merlins situr í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig og er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×