Saman vinnum við stóru sigrana Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:30 Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Stéttarfélög Verkalýðsdagurinn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun