Fleiri valkostir í Reykjavík Einar Karl Friðriksson skrifar 29. apríl 2022 11:30 Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun