Hættum að bregðast við! Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar 27. apríl 2022 15:01 Hveragerði hefur alltaf verið mikill íþrótta- og útivistarbær. Við erum með eitt fallegasta útisvæði landsins undir Hamrinum, gríðarleg tækifæri til uppbyggingar á Grýluvallarsvæðinu og einstaka sundlaug í Laugarskarði. En betur má ef duga skal. Mikilvægt er að tryggja samkeppnishæfa aðstöðu í íþróttastarfi í Hveragerði í samræmi við raunhæfa framtíðastefnu. Ekki hlustað á notendur Hamarshallarinnar Eins og flestum er kunnugt um samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn að pöntuð yrði ný loftborin höll í stað þess að hlusta á aðra kosti sem minnihlutinn hafði aflað verðhugmyndar og upplýsinga um, og kostaði miklum mun minna en þeir valkostir sem voru tíundaðir í ófullgerðri skýrslu Verkís sem lá fyrir fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því að skoða þann valkost nánar. Á fundinum vísuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að hlustað hefði verið á raddir íþróttahreyfingarinnar við töku ákvörðunarinnar. Það er einfaldlega ekki satt. Allar þær íþróttagreinar sem nýttu sér þá aðstöðu sem boðið var upp á með tilkomu loftblöðrunar vildu sjá endurbætur í stað stöðnunar. Til að mynda hefur ekki verið brugðist við því að loftþrýstingurinn hefur áhrif á badminton-flugur og blakbolta, hitastigið fari illa í þau börn sem stunda fimleika ásamt því að engir flatir veggir séu til staðar í slíku húsnæði sem takmarkar æfingar sem hægt er að stunda. Að auki hentar húsnæðið illa fyrir körfuknattleik af ýmsum ástæðum og hefur KKÍ gefið það út að ekki séu líkur á því að heimilaðir verði keppnisleikir í húsnæðinu þar sem loftþrýstingur sé annar en almennt gerist í íþróttahúsum og það hafi mikil áhrif á leikinn og leikmenn. Ýmsir óvissuþættir eru einnig enn til staðar. Það er ekki komið á hreint hvort tjónið verði bætt að fullu, áhættumat var ekki gert, fyrir utan þá staðreynd að ekki er vitað hversu lengi næsta loftblaðra mun standa. Því er mér spurn, er það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að stunda áhættufjárfestingar fyrir hönd bæjarbúa? Með uppsetningu skammtímausnar varðandi Hamarshöllina viðhöldum við þeim vandkvæðum sem þessum loftborna húsakosti fylgir og stöndum þannig frammi fyrir því að þurfa að bregðast við eftir á enn á ný þegar að því kemur að hún springur aftur. Útivistarsvæðið undir Hamrinum Útivistarsvæðið undir Hamrinum er að mati undirritaðs eitt fallegasta útivistarsvæði sem fyrir finnst á Íslandi. Því er grátlegt að þau tækifæri sem felast í því svæði hafi ekki verið nýtt. Búið er að setja upp frisbígolfvöll á svæðinu sem er frábært en umhirða og umsjón vallarins mætti hins vegar vera betri. Við svæðið stendur malarplan í eigu bæjarins sem hægt væri að nýta miklu betur. Einnig er það brýnt að ærslabelgurinn fari aftur upp, þar eða annars staðar, en einfaldar lausnir eru á slæmri umgengni um belginn sem hefði verið auðvelt að huga að strax í upphafi að fenginni reynslu annarra sveitarfélaga. Tækifærin eru endalaus, það vantar bara viljann til þess að hrinda þessu í framkvæmd og gera það vel. Það er eitthvað sem við í Okkar Hveragerði höfum svo sannarlega. Aukinn frístundastyrkur fyrir tekjulága Annar hópur sem oft virðist gleymast í umræðunni eru þær fjölskyldur sem minna hafa milli handana. Því er mjög mikilvægt að frístundarstyrkur verði aukinn til þeirra sem á þurfa að halda. Því það á ekki að vera eingöngu á höndum þeirra sem efni hafa á að leyfa börnum sínum að stunda íþróttir. Í Hveragerði eiga allir að hafa jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð fjárhagsstöðu foreldra eða forráðamanna. Einnig þarf að tryggja stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir. Þetta er hópur sem gleymist alltof oft í annars góðu starfi íþróttahreyfingarinnar. Viðhalda þarf leiksvæðum og fjölga þeim Hægt er að fara ýmsar leiðir í að auka við hreyfingu og útiveru barna og ungmenna. Uppbygging og viðhald leiksvæða í bæjarfélaginu eru stór þáttur í því. Viðhalda þarf núverandi leiksvæðum mun betur en nú er gert og í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Hveragerði þarf fjölgun leiksvæða að fylgja með. Við þurfum að hætta að bregðast við fólksfjölgun og gera fremur ráð fyrir henni. Mikilvægt er að koma upp leiksvæðum á dreifðum staðsetningum um bæinn svo börn og ungmenni eigi auðvelt með að sækja slík svæði heim óháð því hvar í Hveragerði þau búa. Sem dæmi um staðsetningu slíks leikvallar þar sem hefur skort leiksvæði er hægt að nefna grasblettinn í Heiðarbrún, en þar er kjörið tækifæri fyrir stórt og flott leiksvæði sem ekki hefur verið nýtt. Í Kambalandinu verða sömuleiðis að rísa upp leiksvæði fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem koma til með að búa þar á stóru svæði. Þessi leiksvæði þurfa einnig að geta nýst allan ársins hring. Því er það brýnt að þessi svæði verði upphituð eins og kostur er. Það hreinlega gengur ekki að leiksvæði geti eingöngu nýst ungmennum hluta úr ári eins og verið hefur. Hættum að bregðast við með skammtímalausnum, hugsum til lengri tíma með fyrirbyggjandi aðgerðum, sköpum varanlega aðstöðu sem helst í hendur við fólksfjölgun í bæjarfélaginu! Höfundur skipar 7. sæti á lista Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Hamar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hveragerði hefur alltaf verið mikill íþrótta- og útivistarbær. Við erum með eitt fallegasta útisvæði landsins undir Hamrinum, gríðarleg tækifæri til uppbyggingar á Grýluvallarsvæðinu og einstaka sundlaug í Laugarskarði. En betur má ef duga skal. Mikilvægt er að tryggja samkeppnishæfa aðstöðu í íþróttastarfi í Hveragerði í samræmi við raunhæfa framtíðastefnu. Ekki hlustað á notendur Hamarshallarinnar Eins og flestum er kunnugt um samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn að pöntuð yrði ný loftborin höll í stað þess að hlusta á aðra kosti sem minnihlutinn hafði aflað verðhugmyndar og upplýsinga um, og kostaði miklum mun minna en þeir valkostir sem voru tíundaðir í ófullgerðri skýrslu Verkís sem lá fyrir fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því að skoða þann valkost nánar. Á fundinum vísuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að hlustað hefði verið á raddir íþróttahreyfingarinnar við töku ákvörðunarinnar. Það er einfaldlega ekki satt. Allar þær íþróttagreinar sem nýttu sér þá aðstöðu sem boðið var upp á með tilkomu loftblöðrunar vildu sjá endurbætur í stað stöðnunar. Til að mynda hefur ekki verið brugðist við því að loftþrýstingurinn hefur áhrif á badminton-flugur og blakbolta, hitastigið fari illa í þau börn sem stunda fimleika ásamt því að engir flatir veggir séu til staðar í slíku húsnæði sem takmarkar æfingar sem hægt er að stunda. Að auki hentar húsnæðið illa fyrir körfuknattleik af ýmsum ástæðum og hefur KKÍ gefið það út að ekki séu líkur á því að heimilaðir verði keppnisleikir í húsnæðinu þar sem loftþrýstingur sé annar en almennt gerist í íþróttahúsum og það hafi mikil áhrif á leikinn og leikmenn. Ýmsir óvissuþættir eru einnig enn til staðar. Það er ekki komið á hreint hvort tjónið verði bætt að fullu, áhættumat var ekki gert, fyrir utan þá staðreynd að ekki er vitað hversu lengi næsta loftblaðra mun standa. Því er mér spurn, er það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að stunda áhættufjárfestingar fyrir hönd bæjarbúa? Með uppsetningu skammtímausnar varðandi Hamarshöllina viðhöldum við þeim vandkvæðum sem þessum loftborna húsakosti fylgir og stöndum þannig frammi fyrir því að þurfa að bregðast við eftir á enn á ný þegar að því kemur að hún springur aftur. Útivistarsvæðið undir Hamrinum Útivistarsvæðið undir Hamrinum er að mati undirritaðs eitt fallegasta útivistarsvæði sem fyrir finnst á Íslandi. Því er grátlegt að þau tækifæri sem felast í því svæði hafi ekki verið nýtt. Búið er að setja upp frisbígolfvöll á svæðinu sem er frábært en umhirða og umsjón vallarins mætti hins vegar vera betri. Við svæðið stendur malarplan í eigu bæjarins sem hægt væri að nýta miklu betur. Einnig er það brýnt að ærslabelgurinn fari aftur upp, þar eða annars staðar, en einfaldar lausnir eru á slæmri umgengni um belginn sem hefði verið auðvelt að huga að strax í upphafi að fenginni reynslu annarra sveitarfélaga. Tækifærin eru endalaus, það vantar bara viljann til þess að hrinda þessu í framkvæmd og gera það vel. Það er eitthvað sem við í Okkar Hveragerði höfum svo sannarlega. Aukinn frístundastyrkur fyrir tekjulága Annar hópur sem oft virðist gleymast í umræðunni eru þær fjölskyldur sem minna hafa milli handana. Því er mjög mikilvægt að frístundarstyrkur verði aukinn til þeirra sem á þurfa að halda. Því það á ekki að vera eingöngu á höndum þeirra sem efni hafa á að leyfa börnum sínum að stunda íþróttir. Í Hveragerði eiga allir að hafa jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð fjárhagsstöðu foreldra eða forráðamanna. Einnig þarf að tryggja stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir. Þetta er hópur sem gleymist alltof oft í annars góðu starfi íþróttahreyfingarinnar. Viðhalda þarf leiksvæðum og fjölga þeim Hægt er að fara ýmsar leiðir í að auka við hreyfingu og útiveru barna og ungmenna. Uppbygging og viðhald leiksvæða í bæjarfélaginu eru stór þáttur í því. Viðhalda þarf núverandi leiksvæðum mun betur en nú er gert og í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Hveragerði þarf fjölgun leiksvæða að fylgja með. Við þurfum að hætta að bregðast við fólksfjölgun og gera fremur ráð fyrir henni. Mikilvægt er að koma upp leiksvæðum á dreifðum staðsetningum um bæinn svo börn og ungmenni eigi auðvelt með að sækja slík svæði heim óháð því hvar í Hveragerði þau búa. Sem dæmi um staðsetningu slíks leikvallar þar sem hefur skort leiksvæði er hægt að nefna grasblettinn í Heiðarbrún, en þar er kjörið tækifæri fyrir stórt og flott leiksvæði sem ekki hefur verið nýtt. Í Kambalandinu verða sömuleiðis að rísa upp leiksvæði fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem koma til með að búa þar á stóru svæði. Þessi leiksvæði þurfa einnig að geta nýst allan ársins hring. Því er það brýnt að þessi svæði verði upphituð eins og kostur er. Það hreinlega gengur ekki að leiksvæði geti eingöngu nýst ungmennum hluta úr ári eins og verið hefur. Hættum að bregðast við með skammtímalausnum, hugsum til lengri tíma með fyrirbyggjandi aðgerðum, sköpum varanlega aðstöðu sem helst í hendur við fólksfjölgun í bæjarfélaginu! Höfundur skipar 7. sæti á lista Okkar Hveragerðis
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun