Foreldrar hafðir að fíflum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 27. apríl 2022 07:00 Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar