Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 08:44 Elon Musk vill eignast Twitter. Getty/Rafael Henrique Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Samningaviðræður milli stjórnar Twitter og Musks stóðu yfir fram á mánudagsmorgun en hann gerði nýverið óumbeðið tilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Fyrir helgi var síðan greint frá því að hann væri byrjaður að fjármagna 46,5 milljarða bandaríkjadala kaupin. Báðir aðilar hafa rætt ýmis útfærsluatriði, þar á meðal tímalínu til að loka mögulegum samningi og þau gjöld sem yrðu greidd ef annar aðili myndi ganga frá kaupunum eftir að samningur væri undirritaður, að sögn New York Times. Tóku tilboðinu ekki mjög alvarlega í fyrstu Viðræðurnar héldu áfram eftir stjórnarfund Twitter á laugardagsmorgun þar sem tilboð Musks var rætt. Heimildarmenn blaðsins segja að stjórnin horfi öðruvísi á tilboðið eftir að Musk byrjaði að fjármagna kaupin. Það hafi leitt til þess að ellefu stjórnarmeðlimir Twitter gátu loks alvarlega íhugað tilboð Musks upp á 54,20 bandaríkjadali á hlut. Enn eigi eftir að klára að útfæra samkomulagið en það sem í upphafi virtist vera mjög ólíkleg viðskipti virðist nálgast lendingarstað. Þó geti viðræðurnar enn siglt í strand. Þann 14. apríl síðastliðinn lýsti Musk yfir þeim vilja sínum að kaupa Twitter í heilu lagi og taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Musk sem hefur yfir 83 milljónir fylgjenda á miðlinum byrjaði að kaupa hluti í Twitter fyrr á þessu ári og varð einn stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins. Sérfræðingar á Wall Street voru fljótir að hafna tilboði auðkýfingsins þar sem óljóst var hvort hann væri með nægt lausafé til að borga fyrir kaupin. Það breyttist eftir að hann gekk til samninga við fjármálastofnanir. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. 22. apríl 2022 14:01 Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samningaviðræður milli stjórnar Twitter og Musks stóðu yfir fram á mánudagsmorgun en hann gerði nýverið óumbeðið tilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Fyrir helgi var síðan greint frá því að hann væri byrjaður að fjármagna 46,5 milljarða bandaríkjadala kaupin. Báðir aðilar hafa rætt ýmis útfærsluatriði, þar á meðal tímalínu til að loka mögulegum samningi og þau gjöld sem yrðu greidd ef annar aðili myndi ganga frá kaupunum eftir að samningur væri undirritaður, að sögn New York Times. Tóku tilboðinu ekki mjög alvarlega í fyrstu Viðræðurnar héldu áfram eftir stjórnarfund Twitter á laugardagsmorgun þar sem tilboð Musks var rætt. Heimildarmenn blaðsins segja að stjórnin horfi öðruvísi á tilboðið eftir að Musk byrjaði að fjármagna kaupin. Það hafi leitt til þess að ellefu stjórnarmeðlimir Twitter gátu loks alvarlega íhugað tilboð Musks upp á 54,20 bandaríkjadali á hlut. Enn eigi eftir að klára að útfæra samkomulagið en það sem í upphafi virtist vera mjög ólíkleg viðskipti virðist nálgast lendingarstað. Þó geti viðræðurnar enn siglt í strand. Þann 14. apríl síðastliðinn lýsti Musk yfir þeim vilja sínum að kaupa Twitter í heilu lagi og taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Musk sem hefur yfir 83 milljónir fylgjenda á miðlinum byrjaði að kaupa hluti í Twitter fyrr á þessu ári og varð einn stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins. Sérfræðingar á Wall Street voru fljótir að hafna tilboði auðkýfingsins þar sem óljóst var hvort hann væri með nægt lausafé til að borga fyrir kaupin. Það breyttist eftir að hann gekk til samninga við fjármálastofnanir.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. 22. apríl 2022 14:01 Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. 22. apríl 2022 14:01
Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. 19. apríl 2022 23:01
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47
Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42