Fækkar konum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Orri Björnsson skrifar 26. apríl 2022 00:00 Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar