Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. apríl 2022 09:31 Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að þjónusta djúprist risaskip. Einn hagkvæmasti kostur stórskipahafnar fyrir Suðvesturhornið er að Óttastöðum, handan Straumsvíkur. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana. Við í Viðreisn höfum horft til þeirra tækifæra sem eru að myndast með stækkun flutningaskipa og hagræðingar sem því fylgir. Í náinni framtíð mun SV hornið þurfa að fara í staðarval vegna stórskipahafnar, en hafnir landsins eru að verða of litlar til að þjónusta stærri flutningaskip. Einn vænlegasti kosturinn eru Óttastaðir. Þar er dýpið nægjanlegt, efni til að byggja hafnargarð er til staðar og plássið sem losnar, ef álverið kýs að fara,myndi nýtast vel sem geymslusvæði tengt hafnarstarfsemi. Við gætum rafvætt höfnina og gert hana þá umhverfisvænustu á byggðu bóli. Við þetta færist töluvert af hafnarstarfsemi frá núverandi hafnarsvæði og því þarf að huga að breyttri notkun á því frábæra landsvæði í hjarta Hafnarfjarðar, mögulega myndi þar rísa glæsilegasta bryggjuhverfi landsins. Önnur tækifæri á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, líftækni og grænum lausnum eru handan við hornið. Svona risaverkefni gerast þó ekki að sjálfu sér. Ef þetta tækifæri á að raungerast, öllum landsmönnum til hagsbóta, þurfa bæjaryfirvöld að taka frumkvæði í málinu, hafa skýra afstöðu og róa að því öllum árum að gera aðstæður hér í bænum þannig að erfitt verði að horfa framhjá okkur þegar ákvarðanir verða teknar. Viðreisn óskaði eftir því í júní 2019 að Hafnarfjarðarbær myndi taka fyrsta skrefið og gera hagræna úttekt á áhrifum slíkrar framkvæmdar því það er ljóst að fjárhagslegur og efnahagslegur ávinningur verður talinn í milljörðum á ári. Ekkert bólar á þessari úttekt sem sýnir best afstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þessa tækifæris. Fulltrúar Viðreisnar hafa einir flokka haft samband við fulltrúa eigenda Óttastaða og átt óformlegar samræður um þá möguleika sem staðsetningin býður upp á. Nú þegar eru aðilar að stefna á stórskipahöfn við Þorlákshöfn, það sýnir að samkeppnin um þessa mikilvægu innviðauppbyggingu er hafin. Ákvarðanir dagsins í dag móta samkeppnishæfni Hafnarfjarðar í framtíðinni. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að hugsa langt inn í framtíðina, greina tækifæri og gera sveitarfélagið eins vel í stakk búið og hægt er til að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykillinn að góðum árangri liggur í undirbúningi. Það er mikilvægt að hefjast strax handa við þetta verkefni og Hafnarfjörður á að hafa frumkvæði í málinu. Viðreisn mun taka þetta mál föstum tökum á næsta kjörtímabili og ég vona að sem flestir Hafnfirðingar sjái möguleikana í þessu einstaka tækifæri. Meiri framsýni, meiri velmegun, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að þjónusta djúprist risaskip. Einn hagkvæmasti kostur stórskipahafnar fyrir Suðvesturhornið er að Óttastöðum, handan Straumsvíkur. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana. Við í Viðreisn höfum horft til þeirra tækifæra sem eru að myndast með stækkun flutningaskipa og hagræðingar sem því fylgir. Í náinni framtíð mun SV hornið þurfa að fara í staðarval vegna stórskipahafnar, en hafnir landsins eru að verða of litlar til að þjónusta stærri flutningaskip. Einn vænlegasti kosturinn eru Óttastaðir. Þar er dýpið nægjanlegt, efni til að byggja hafnargarð er til staðar og plássið sem losnar, ef álverið kýs að fara,myndi nýtast vel sem geymslusvæði tengt hafnarstarfsemi. Við gætum rafvætt höfnina og gert hana þá umhverfisvænustu á byggðu bóli. Við þetta færist töluvert af hafnarstarfsemi frá núverandi hafnarsvæði og því þarf að huga að breyttri notkun á því frábæra landsvæði í hjarta Hafnarfjarðar, mögulega myndi þar rísa glæsilegasta bryggjuhverfi landsins. Önnur tækifæri á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, líftækni og grænum lausnum eru handan við hornið. Svona risaverkefni gerast þó ekki að sjálfu sér. Ef þetta tækifæri á að raungerast, öllum landsmönnum til hagsbóta, þurfa bæjaryfirvöld að taka frumkvæði í málinu, hafa skýra afstöðu og róa að því öllum árum að gera aðstæður hér í bænum þannig að erfitt verði að horfa framhjá okkur þegar ákvarðanir verða teknar. Viðreisn óskaði eftir því í júní 2019 að Hafnarfjarðarbær myndi taka fyrsta skrefið og gera hagræna úttekt á áhrifum slíkrar framkvæmdar því það er ljóst að fjárhagslegur og efnahagslegur ávinningur verður talinn í milljörðum á ári. Ekkert bólar á þessari úttekt sem sýnir best afstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þessa tækifæris. Fulltrúar Viðreisnar hafa einir flokka haft samband við fulltrúa eigenda Óttastaða og átt óformlegar samræður um þá möguleika sem staðsetningin býður upp á. Nú þegar eru aðilar að stefna á stórskipahöfn við Þorlákshöfn, það sýnir að samkeppnin um þessa mikilvægu innviðauppbyggingu er hafin. Ákvarðanir dagsins í dag móta samkeppnishæfni Hafnarfjarðar í framtíðinni. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að hugsa langt inn í framtíðina, greina tækifæri og gera sveitarfélagið eins vel í stakk búið og hægt er til að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykillinn að góðum árangri liggur í undirbúningi. Það er mikilvægt að hefjast strax handa við þetta verkefni og Hafnarfjörður á að hafa frumkvæði í málinu. Viðreisn mun taka þetta mál föstum tökum á næsta kjörtímabili og ég vona að sem flestir Hafnfirðingar sjái möguleikana í þessu einstaka tækifæri. Meiri framsýni, meiri velmegun, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun