Þjóðarhöll suður með sjó Pálmi Freyr Randversson, Fannar Jónasson, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson og Kjartan Már Kjartansson skrifa 22. apríl 2022 10:00 Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar