Þjóðarhöll suður með sjó Pálmi Freyr Randversson, Fannar Jónasson, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson og Kjartan Már Kjartansson skrifa 22. apríl 2022 10:00 Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar