Hafnarfjörður stækkar og blómstrar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 00:02 Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar