Framtíðin er líka á morgun Birkir Ingibjartsson skrifar 20. apríl 2022 18:30 Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun