„Ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti því sænska á Ásvöllum í dag í seinasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2022. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, segir að íslensku stelpurnar eigi erfitt verkefni fyrir höndum. „Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum. EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
„Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum.
EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira