Viðskipti innlent

EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó

Eiður Þór Árnason skrifar
Piazza Del Duomo í Mílanó.
Piazza Del Duomo í Mílanó. Getty/Comezora

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur.

Búast má við að alls 24 flugfélög muni fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar, tveimur fleiri en flugu um völlinn í fyrra sem er nú að lifna við eftir heimsfaraldurinn.

Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðarþróunar hjá ISAVIA, segir að ákvörðun EasyJet sé einkar ánægjuleg og skýrt merki um vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar.

„Það verður spennandi fyrir okkur að taka á móti fyrsta flugi EasyJet frá Mílanó til Íslands í næsta mánuði,“ segir Grétar í tilkynningu.

„Þökk sé þessari nýrri flugleið gefstviðskiptavinum EasyJet tækifæri til að uppgötva land í norður-Evrópu sem býður upp á einstaka náttúrufegurð. Landslagið er einstakt og kemur til með að heilla ferðamenn með eldfjöllum, jöklum og ólgandi hverum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Lorenzo Lagorio, svæðisstjóri EasyJet á Ítalíu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.