Hvenær erum við að tala um gerendameðvirkni og hvenær er þetta gerendastuðningur? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. apríl 2022 14:02 Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun