Körfubolti

ÍR lagði Ármann og spilar í efstu deild á næstu leiktíð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
IR_KR-7-1024x683

ÍR verður meðal þátttakenda í Subway deildinni í körfubolta á næstu leiktíð eftir að hafa lagt Ármannskonur að velli í oddaleik í Kennaraháskólanum í dag.

Heimakonur höfðu frumkvæðið framan af leik en þegar líða tók á leikinn náðu ÍR yfirhöndinni og unnu að lokum sjö stiga sigur, 62-69.

Gla­di­ana Ai­da­ly Ji­menez var stigahæst ÍR kvenna með sautján stig en Irena Sól Jónsdóttir var sömuleiðis öflug í sókninni og gerði þrettán stig.

Schek­inah Sandja Bimpa var atkvæðamest hjá Ármani með 28 stig og þrettán fráköst en Jónína Þórdís Karlsdóttir kom næst í stigaskoru með fimmtán stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.