Stjórna félagsmenn Eflingu? Óskar Steinn Gestsson skrifar 16. apríl 2022 15:01 Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun