Hveragerði best í heimi Sandra Sigurðardóttir skrifar 13. apríl 2022 07:00 Við ólumst upp við að hlaupa á milli húsa í Hveragerði, banka á dyr og spyrja hvort vinirnir vildu koma út í Eina krónu. Engir snjallsímar sem kröfðust athygli okkar allan daginn og internetið svo frumstætt að línuleg dagskrá á Rúv var yfirleitt meira spennandi. Umhverfið í Hveragerði var og er skemmtilegt og smátt og smátt hefur aðstaðan batnað á ýmsum sviðum. Lengi vel var aðeins eitt íþróttahús í bænum en með tilkomu Hamarshallarinnar 2012 gjörbreyttist staðan. Á síðastliðnum 10 árum hefur fólk á öllum aldri notið aðstöðunnar þar, þjálfað sig og styrkt líkamlega, andlega og félagslega og í mörgum tilvikum tekið stórstígum framförum. Gleymum því þó ekki að áður en Hamarshöllin reis höfðum við einungis 600 fm. húsnæði til íþróttaiðkunar þannig að ljóst er að hvaða gerð af íþróttahúsi sem er hefði bætt aðstöðu okkar til muna. Rökin fokin Áður en Hamarshöllin reis lágu reyndar einnig fyrir upplýsingar um afdrif Abrahallen í Noregi, sem meirihlutinn hafði notað sem rök fyrir því að skynsamlegt væri að reisa loftborið íþróttahús, en sú höll hafði þá fokið af grunni sínum í annað sinn á rúmum þremur árum. Vegna þessa höfðu Norðmennirnir horfið frá því að nota loftborið íþróttahús og ákveðið að reisa stálgrindarhús á grunni þess í staðinn. Þeim upplýsingum var þó ekki haldið á lofti í aðdraganda þess að Hamarshöllin reis, sem er ábyrgðarlaust. Í fárviðri í febrúar s.l. sprakk Hamarshöllin. Okkar aðal aðstaða til íþróttaiðkunar hvarf eins og hendi væri veifað. Líklega er það einsdæmi í Íslandssögunni að 5.000 fm. bygging fjúki í heilu lagi af grunni sínum. Sem betur fer slasaðist þó enginn og sem betur fer var enginn inni í höllinni þótt starfsmenn hefðu verið við hana þegar atburðurinn varð. Ég talaði um internetið hér áðan. Mikil framþróun hefur orðið frá því að ég var unglingur, ekki síst í allskonar tækni sem er orðin hluti af daglegu lífi okkar án þess að við tökum sérstaklega eftir því. Sú bylting sem orðið hefur í tækniþróun þýðir m.a. að á nokkrum mínútum er hægt að verða sér úti um upplýsingar um flest það sem maður vill kynna sér. Þegar sú umdeilda ákvörðun að reisa loftborið íþróttahús var tekin á sínum tíma var kannski eilítið erfiðara að ná í upplýsingar en í dag, en allt sem við hefðum þurft að vita átti þó að vera öllum sem tóku ákvörðunina fyllilega ljóst. Ódýrasti kosturinn? Áður en ákvörðun um Hamarshöllina var tekin á sínum tíma voru helstu rök Sjálfstæðisflokksins að loftborið íþróttahús væri ódýrasti kosturinn. Í grein Arnars Ingólfssonar byggingafræðings frá 11. mars, sem flestir Hvergerðingar hafa líklega lesið, eru þau rök hrakin lið fyrir lið. Stofnkostnaður var í raun a.m.k. 200 milljónum hærri en haldið hefur verið fram, rekstrarkostnaðurinn u.þ.b. 35 milljónum hærri en ef um stálgrindarhús væri að ræða og tryggingakostnaður tæpum 10 milljónum hærri. Samkvæmt tölum Arnars hefði það borgað sig upp á 7 árum að byggja stálgrindarhús. Með aðstoð tækninnar sem ég minntist á hér áðan hefði verið auðvelt að fyrirbyggja þau mistök sem voru gerð með því að ráðast í þessa umdeildu framkvæmd. Nú hefur íþróttahreyfingin skilað af sér þarfagreiningu. Þar er litið yfir 10 ára sögu Hamarshallarinnar, hvað var gott og hvað hefði mátt vera betra. Í greiningunni kemur fram að hitastig í Höllinni þarf að haldast stöðugt á bilinu 18-20 gráður. Á sínum tíma var lagt upp með að hitastigið yrði 16 gráður, sem hélst nokkuð vel fyrstu ár hallarinnar, en undanfarin ár hefur orkan sem fer inn í húsið ekki dugað til og því hefur hitastigið oft fallið niður í 10 gráður og þá þurft að fella niður æfingar sökum kulda. Nokkrir aðrir punktar voru í forgrunni við þarfagreiningu félagsins, svo sem hljóðvist, fjarlægðarskynjun, búningsklefar, áhaldageymslur og aðstaða fyrir áhorfendur svo fátt eitt sé nefnt. Að öllu þessu þarf að huga vandlega áður en sú stóra ákvörðun með hvaða hætti eigi að byggja íþróttamannvirkið upp aftur verður tekin. Brjóstvit eða hugvit? Við í Okkar Hveragerði viljum horfa til langs tíma í uppbyggingu íþróttamannvirkja og viljum að Hveragerðisbær marki sér skýra stefnu um hvert skuli horfa og hvert skuli stefna. Við viljum taka allar tilfinningar til hliðar, horfa gagnrýnum augum á stöðu mála og taka ákvörðun út frá því. Ekki út frá særðu stolti. Það er mikilvægt að taka tillit til þarfa allra bæjarbúa þegar tekin verður ákvörðun um hvernig Hamarshöll eigi að reisa, á hvaða aldri sem notendur þjónustunnar eru og hvaða íþróttagrein sem þeir stunda. Hveragerði er ört vaxandi bæjarfélag og uppbygging innviða verður að byggja á faglegum og vel ígrunduðum grunni. Síðast en ekki síst þarf öryggi iðkenda og áhorfenda að vera tryggt, það tók jú ekki nema tvær mínútur fyrir höllina að falla alveg. Höfundur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við ólumst upp við að hlaupa á milli húsa í Hveragerði, banka á dyr og spyrja hvort vinirnir vildu koma út í Eina krónu. Engir snjallsímar sem kröfðust athygli okkar allan daginn og internetið svo frumstætt að línuleg dagskrá á Rúv var yfirleitt meira spennandi. Umhverfið í Hveragerði var og er skemmtilegt og smátt og smátt hefur aðstaðan batnað á ýmsum sviðum. Lengi vel var aðeins eitt íþróttahús í bænum en með tilkomu Hamarshallarinnar 2012 gjörbreyttist staðan. Á síðastliðnum 10 árum hefur fólk á öllum aldri notið aðstöðunnar þar, þjálfað sig og styrkt líkamlega, andlega og félagslega og í mörgum tilvikum tekið stórstígum framförum. Gleymum því þó ekki að áður en Hamarshöllin reis höfðum við einungis 600 fm. húsnæði til íþróttaiðkunar þannig að ljóst er að hvaða gerð af íþróttahúsi sem er hefði bætt aðstöðu okkar til muna. Rökin fokin Áður en Hamarshöllin reis lágu reyndar einnig fyrir upplýsingar um afdrif Abrahallen í Noregi, sem meirihlutinn hafði notað sem rök fyrir því að skynsamlegt væri að reisa loftborið íþróttahús, en sú höll hafði þá fokið af grunni sínum í annað sinn á rúmum þremur árum. Vegna þessa höfðu Norðmennirnir horfið frá því að nota loftborið íþróttahús og ákveðið að reisa stálgrindarhús á grunni þess í staðinn. Þeim upplýsingum var þó ekki haldið á lofti í aðdraganda þess að Hamarshöllin reis, sem er ábyrgðarlaust. Í fárviðri í febrúar s.l. sprakk Hamarshöllin. Okkar aðal aðstaða til íþróttaiðkunar hvarf eins og hendi væri veifað. Líklega er það einsdæmi í Íslandssögunni að 5.000 fm. bygging fjúki í heilu lagi af grunni sínum. Sem betur fer slasaðist þó enginn og sem betur fer var enginn inni í höllinni þótt starfsmenn hefðu verið við hana þegar atburðurinn varð. Ég talaði um internetið hér áðan. Mikil framþróun hefur orðið frá því að ég var unglingur, ekki síst í allskonar tækni sem er orðin hluti af daglegu lífi okkar án þess að við tökum sérstaklega eftir því. Sú bylting sem orðið hefur í tækniþróun þýðir m.a. að á nokkrum mínútum er hægt að verða sér úti um upplýsingar um flest það sem maður vill kynna sér. Þegar sú umdeilda ákvörðun að reisa loftborið íþróttahús var tekin á sínum tíma var kannski eilítið erfiðara að ná í upplýsingar en í dag, en allt sem við hefðum þurft að vita átti þó að vera öllum sem tóku ákvörðunina fyllilega ljóst. Ódýrasti kosturinn? Áður en ákvörðun um Hamarshöllina var tekin á sínum tíma voru helstu rök Sjálfstæðisflokksins að loftborið íþróttahús væri ódýrasti kosturinn. Í grein Arnars Ingólfssonar byggingafræðings frá 11. mars, sem flestir Hvergerðingar hafa líklega lesið, eru þau rök hrakin lið fyrir lið. Stofnkostnaður var í raun a.m.k. 200 milljónum hærri en haldið hefur verið fram, rekstrarkostnaðurinn u.þ.b. 35 milljónum hærri en ef um stálgrindarhús væri að ræða og tryggingakostnaður tæpum 10 milljónum hærri. Samkvæmt tölum Arnars hefði það borgað sig upp á 7 árum að byggja stálgrindarhús. Með aðstoð tækninnar sem ég minntist á hér áðan hefði verið auðvelt að fyrirbyggja þau mistök sem voru gerð með því að ráðast í þessa umdeildu framkvæmd. Nú hefur íþróttahreyfingin skilað af sér þarfagreiningu. Þar er litið yfir 10 ára sögu Hamarshallarinnar, hvað var gott og hvað hefði mátt vera betra. Í greiningunni kemur fram að hitastig í Höllinni þarf að haldast stöðugt á bilinu 18-20 gráður. Á sínum tíma var lagt upp með að hitastigið yrði 16 gráður, sem hélst nokkuð vel fyrstu ár hallarinnar, en undanfarin ár hefur orkan sem fer inn í húsið ekki dugað til og því hefur hitastigið oft fallið niður í 10 gráður og þá þurft að fella niður æfingar sökum kulda. Nokkrir aðrir punktar voru í forgrunni við þarfagreiningu félagsins, svo sem hljóðvist, fjarlægðarskynjun, búningsklefar, áhaldageymslur og aðstaða fyrir áhorfendur svo fátt eitt sé nefnt. Að öllu þessu þarf að huga vandlega áður en sú stóra ákvörðun með hvaða hætti eigi að byggja íþróttamannvirkið upp aftur verður tekin. Brjóstvit eða hugvit? Við í Okkar Hveragerði viljum horfa til langs tíma í uppbyggingu íþróttamannvirkja og viljum að Hveragerðisbær marki sér skýra stefnu um hvert skuli horfa og hvert skuli stefna. Við viljum taka allar tilfinningar til hliðar, horfa gagnrýnum augum á stöðu mála og taka ákvörðun út frá því. Ekki út frá særðu stolti. Það er mikilvægt að taka tillit til þarfa allra bæjarbúa þegar tekin verður ákvörðun um hvernig Hamarshöll eigi að reisa, á hvaða aldri sem notendur þjónustunnar eru og hvaða íþróttagrein sem þeir stunda. Hveragerði er ört vaxandi bæjarfélag og uppbygging innviða verður að byggja á faglegum og vel ígrunduðum grunni. Síðast en ekki síst þarf öryggi iðkenda og áhorfenda að vera tryggt, það tók jú ekki nema tvær mínútur fyrir höllina að falla alveg. Höfundur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun