Leikskóli á tímamótum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. apríl 2022 09:31 Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Garðabær Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun