Málsvarar fjárfesta í pontu Alþingis Ólafur Hauksson skrifar 11. apríl 2022 09:00 Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar