Handbolti

Seinni bylgjan með alla leiki kvöldsins í beinni

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Seinni bylgjan hefst klukkan 17:40
Seinni bylgjan hefst klukkan 17:40

Stefán Árni Pálsson og félagar hans í Seinni bylgjunni munu bjóða upp á svokallaða redzone stemmningu á meðan lokaumferð Olísdeildar karla stendur. Útsendingin hefst klukkan 17:40 og verður á Stöð 2 Sport 4.

Lokaumferðin fer fram í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 18:00 og munu sérfræðingar Seinni bylgjunnar flakka á milli leikja, skoða hvernig staðan í deildinni er að þróast og finna út hvar mesta spennan er.

Það er óljóst um sæti á mörgum stöðum í töflunni og mörg lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að tryggja sér gott sæti í úrslitakeppninni. Það verður því mjög erfitt fyrir lið að ætla að velja sér andstæðing með tapi.

Hér að neðan er að finna umfjöllun um síðustu umferðina.

Klippa: Seinni bylgjan - lokaumferðinFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.